6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Ítalía í góðum málum eftir sigur á Póllandi

Skyldulesning


Ísak Hallmundarson skrifar

Ítalía er komið í toppsætið í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 2-0 sigur á Póllandi.

Jorginho kom Ítalíu yfir á 27. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Jacek Goralski fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 77. mínútu og Pólverjar þar með manni færri. Domenico Berardi innsiglaði síðan sigur Ítala á 83. mínútu með marki eftir sendingu frá Lorenzo Insigne.

Með sigrinum er Ítalía í góðri stöðu á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn, en sigri Ítalía leik sinn gegn Bosníu er toppsætið þeirra. Pólland þarf að vinna Holland og treysta á að Ítalía tapi sínum leik til að eiga möguleika á toppsætinu.

Innlendar Fréttir