2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Ítalir hneykslaðir á því sem stórstjarnan fékk sér á veitingahúsi í Róm

Skyldulesning

Tammy Abraham hefur byrjað feril sinn hjá Roma á Ítalíu mjög vel eftir komu sína frá Chelsea síðasta sumar.

Hinn 24 ára gamli Abraham varð Evrópumeistari með Chelsea síðastliðið vor en var krafta hans svo ekki óskað áfram.

Með Roma hefur Abraham skorað 13 mörk í 28 leikjum í efstu deild.

Abraham vakti þó athygli utan vallar á dögunum þegar hann fékk sér kaffidrykkinn Cappuccino eftir kvöldmáltíð á veitingastað. Á Ítalíu er siður fyrir því að fá sér Cappuccino aðeins á morgnanna og alls ekki eftir stóra máltíð.

Þetta olli því miklu fjaðrafoki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir