9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Ítalski boltinn: AC Milan tapaði stigum – Mourinho sá rautt

Skyldulesning

Salernitana og AC Milan skildu jöfn í lokaleik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska boltans.

Junior Messias kom gestunum frá Mílanó yfir strax á 5. mínútu. Federico Bonazzoli jafnaði fyrir heimamenn eftir tæpan hálftíma leik.

Milan Djuric kom Salernitana yfir á 72. mínútu en stuttu síðar bjargaði Ante Rebic stigi fyrir AC Milan. Lokatölur 2-2. Dýrkeypt stig í súginn fyrir topplið Milan. Liðið er með 2 stiga forskot á Inter sem á nú tvo leiki til góða.

Fyrr í dag gerðu Roma og Verona 2-2 janftefli í Róm. Gestirnir leiddu 0-2 eftir fyrri hálfleik með mörkum frá Antonin Barak og Adrien Tameze.

Tveir ungir leikmenn, Cristian Volpato og Edoardo Bove, jöfnuðu fyrir Roma í seinni hálfleik.

Jose Mourinho, stjóri Roma, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Roma er í sjöunda sæti deildarinnar með 41 stig. Verona er í níunda sæti með 37 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir