italski-boltinn:-inter-med-palmann-i-hondunum-eftir-urslit-kvoldsins-–-smalling-med-sigurmark

Ítalski boltinn: Inter með pálmann í höndunum eftir úrslit kvöldsins – Smalling með sigurmark

Fjöldi leikja fór fram í Serie A á Ítalíu í dag.

Napoli tók á móti Fiorentina og tapaði dýrmætum stigum. Fiorentina leiddi 0-1 í hálfleik með marki Nicolas Gonzalez. Dries Mertens jafnaði leikinn fyrir heimamenn eftir tæpan klukkutíma leik. Jonathan Ikone og Arthur Cabral svöruðu hins vegar með tveimur mörkum fyrir gestina og gerðu stöðuna erfiða fyrir Napoli. Victor Osimhen minnkaði muninn fyrir Napoli á 84. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 2-3.

Torino tók á móti AC Milan og tókst hvorugu liðinu að skora.

Milan er enn á toppi deildarinnar, nú með 68 stig. Inter fylgir hins vegar fast á hæla þeirra með 66 stig og á leik til góða. Napoli er í þriðja sætinu með jafnmörg stig og Inter.

Roma vann 2-1 sigur á Salernitana. Ivan Radovanovic kom gestunum yfir eftir rúman 20 mínútna leik. Salernitana leiddi í hálfleik. Forystan lifði allt þar til á 82. mínútu en þá jafnaði Carles Perez. Chris Smalling gerði svo sigurmarkið á 85. mínútu.

Roma er í fimmta sæti með 57 stig, 5 stigum frá Meistaradeildarsæti.

Önnur úrslit í Serie A í dag

Sassuolo 2-1 Atalanta

Venezia 1-2 Udinese


Posted

in

,

by

Tags: