1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Jack Grealish fær tækifæri í byrjunarliði Englendinga gegn Belgum

Skyldulesning

England mætir Belgum í Þjóðadeildinni í kvöld. Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, fær í fyrsta skiptið tækifæri í byrjunarliði Englendinga. Þetta verður hans fjórði leikur fyrir England. Sky sports segir frá.

Southgate, þjálfari Englendinga, hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa Grealish ekki tækifæri í byrjunarliðinu. Mason Mount, leikmaður Chelsea, byrjaði báða síðustu leiki Englands. Orðrómur hefur verið á kreiki að Grealish og Mount geti ekki spilað saman.

Southgate er hins vegar viss um að þeir geti spilað í sama liði, Mount á miðjunni og Grealish á vinstri kanti.

Leikur Belgíu og Englands hefst klukkan 19:45 og verður hann sýndur á Stöð 2 sport.

Innlendar Fréttir