10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Jack Wilshere orðinn liðsfélagi Jóns Dags og Mikaels

Skyldulesning

Fótbolti

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Wilshere tók þátt í frægum leik Íslands og Englands á EM 2016.
Wilshere tók þátt í frægum leik Íslands og Englands á EM 2016. vísir/Getty

Danska úrvalsdeildarliðið AGF í Árósum hefur gengið frá samningum við enska knattspyrnumanninn Jack Wilshere.

Um afar óvænt félagaskipti er að ræða en hinn 30 ára gamli Wilshere var síðast á mála hjá enska B-deildarliðinu Bournemouth.

Wilshere þótti efnilegasti knattspyrnumaður Bretlandseyja þegar hann braust fram á sjónarsviðið og hóf að leika með aðalliði Arsenal átján ára gamall.

Tíð meiðsli hafa einkennt feril Wilshere en hann lék þó yfir 100 leiki fyrir Arsenal áður en hann yfirgaf félagið endanlega árið 2018. Hann á 34 landsleiki að baki fyrir A-landslið Englands en lék síðast fyrir enska landsliðið árið 2016.

Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Jón Dag Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson en AGF er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir