8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Jafnaðar­menn stærstir en á­fram­haldandi stjórn Or­ban lík­legust

Skyldulesning

Jafnaðarmannaflokkurinn, sem hefur verið í stjórnarandstöðu, fékk flest atkvæði í rúmensku þingkosningunum sem fram fóru um helgina.

Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða virðast Jafnaðarmenn hafa fengið rétt tæplega 30 prósent þingsæta í báðum deildum þingsins. Ólíklegt þykir þó að Jafnaðarmenn muni stýra landinu á nýju kjörtímabili.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar setti sinn svip á kosningarnar og hefur kosningaþátttaka aldrei verið minni, en hún var einungis um 33 prósent.

Frjálslyndi þjóðarflokkurinn (PNL), flokkur Ludovic Orban forsætisráðherra, hlaut tæplega 25 prósent atkvæða og miðjubandalagið USR-Plus rúmlega 15 prósent. USR-Plus þykir líklegur samstarfsflokkur Orbans og hefur forsætisráðherrann sagt nauðsynlegt að ný stjórn taki fljótt til starfa. Aðstæður í samfélaginu krefjist þess og segir Orban fjóra flokka líklega til að vilja mynda meirihluta með PNL.

Orban hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðbragða stjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, en hann nýtur þó enn talsverðra vinsælda vegna loforða sinna um að nútímavæðingu og aukna þátttöku í Evrópusamstarfi. PNL og USR-Plus, sem þykja líkleg til að mynda saman stjórn, lögðu í kosningabaráttu sinni einnig áherslu á að efla heilbrigðis- og menntakerfi landsins.

Jafnaðarmenn í Rúmeníu unnu stórsigur í kosningunum 2016, en PNL myndaði minnihlutastjórn fyrir um ári eftir röð spillingarmála tengdum Jafnaðarmannaflokknum.

Innlendar Fréttir