8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Jafntefli hjá Fulham og Liverpool

Skyldulesning

Fulham og Liverpool mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Fulham komst yfir á 25. mínútu með marki frá Bobby Reid. Liverpool jafnaði metin ekki fyrr en á 79. mínútu. Mohamed Salah skoraði þá úr vítaspyrnu.

Eftir leikinn er Liverpool í öðru sæti með 25 stig eins og Tottenham sem eru með betra markahlutfall. Fulham eru í 17. sæti með átta stig.

Í Póllandi tók Raków Częstochowa á móti Jagiellonia Białystok. Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði gestanna og spilaði fyrstu 55 mínútur leiksins. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Andrzej Niewulis skoraði fyrsta mark heimamanna á 17. mínútu. Petr Schwarz tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Jagiellonia Białystok minnkuðu muninn með marki frá Maciej Makuszewski á 69. mínútu.

Petr Schwarz var aftur á ferðinni fyrir heimamenn á 76. mínútu þegar hann skoraði úr sinni annarri vítaspyrnu. Jesús Imaz skoraði annað mark gestanna í uppbótatíma en nær komust gestirnir ekki.

Fulham 1 – 1 Liverpool


1-0 Bobby Reid (25′)


1-1 Mohamed Salah (79′)(Víti)

Raków Częstochowa 3 – 2 Jagiellonia Białystok


1-0 Andrzej Niewulis (17′)


2-0 Petr Schwarz (52′)(Víti)


2-1 Maciej Makuszewski (69′)


3-1 Petr Schwarz (76′)(Víti)


3-2 Jesús Imaz (90+3′)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir