8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Jafntefli í Íslendingaslag í Danmörku

Skyldulesning

OB og Midtjylland, gerðu 1-1 jafntefli í 12. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Mikael Anderson, var í byrjunarliði Midtjylland og Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik í liði OB.

Moses Opondo, kom OB yfir með marki á 14. mínútu.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Mikael Anderson, var tekinn af velli á 64. mínútu og þremur mínútum síðar jöfnuðu Midtjylland leikinn. Markið skoraði Sory Kaba.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Midtjylland komst upp í 1. sæti deildarinnar með jafnteflinu. Liðið er með 24 stig sem er sami stigafjöldi og Bröndby er með í 2. sæti deildarinnar. OB er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.

OB 1 – 1 Midtjylland 


1-0 Moses Opondo (’14)


1-1 Sory Kaba (’67)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir