5 C
Grindavik
7. mars, 2021

Jafntefli niðurstaðan í leik Newcastle og Fulham

Skyldulesning

Newcastle United og Fulham skildu jöfn er liðin mættust í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á St. James’ Park í Newcastle.

Fulham komst yfir í leiknum eftir að Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 42. mínútu.

Á 62. mínútu, fékk Joachim Andersen, leikmaður Fulham, sitt annað gula spjald í leiknum eftir að hafa brotið af sér innan teigs og því þurfti Fulham að leika manni færri það sem eftir lifði leiks.

Í þokkabót fékk Newcastle vítaspyrnu.Það varCallum Wilson sem tók spyrnuna og jafnaði leikinn.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum. Newcastle er eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með 18 stig. Fulham er í 17. sæti með 10 stig.

Newcastle United 1 – 1 Fulham 


0-1 Matt Ritchie (’42, sjálfsmark)


1-1 Callum Wilson (64, víti)


Rautt spjald: Joachim Andersen, Fulham (’62)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir