-0.2 C
Reykjavik
Mánudagur 27 mars 2023

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar – DV

Related stories

spot_img

Nýlega réðust Japanar í það stóra verkefni að telja eyjarnar við landið. Niðurstaðan var að alls eru 14.125 eyjar við landið en það eru rúmlega tvöfalt fleiri en komu fram í síðustu talningu en hún var gerð 1987. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ástæðan fyrir þessum mun sé að ný tækni sé komin til sögunnar og að kortagerð sé orðin nákvæmari en áður. Þrátt fyrir að hafa fundið rúmlega 7.000 eyjar þá breytist heildarflatarmál Japans ekki.

Eyjarnar við Japan hafa verið uppspretta ótal deilna á milli Japana og annarra ríkja í gegnum tíðina.

Nýjast

spot_img