7 C
Grindavik
2. mars, 2021

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu – Skjálftar úti af Vesturlandi og Snæfellsnesi

Skyldulesning

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 04.33. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands urðu tveir jarðskjálftar á 17 sekúndum NNA af Reykjanestá. Sá fyrri 3,4 klukkan 04.33.10 og sá síðari 4,1 klukkan 04.33.27.

Sá fyrri átti upptök sín 8,5 km NNA af Reykjanestá og sá síðari 7,5 km NNA af Reykjanestá. Á vefsíðunni kemur einnig fram að skjálfti upp á 2,4 hafi orðið á svipuðum slóðum 42 sekúndum síðar. Einnig mældist skjálfti upp á 2,8 klukkan 04.35.58 og átti hann upptök sína 24,4 km SSA af Hellissandi. Annar upp á 2,6 mældist klukkan 04.37.09 og átti hann upptök sína 51,3 km V af Borgarnesi.

Ekki hefur verið lokið við að fara yfir allar mælingarnar þegar þetta er ritað.

Innlendar Fréttir