5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Jarðskjálftinn var 5,4

Skyldulesning

Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 14:15 reyndist vera 5,4 að stærð og voru upptök hans um 2,5 km vestur af Nátthaga. Enginn órói mældist í kjölfarið.

Jarðskjálftinn fannst vel á Suðvesturhorni landsins, norður á Sauðakrók og suður í Vestmannaeyjar.

Rétt í þessu varð annar skjálfti, klukkan 14:38 um 4,0 að stærð en tekið er fram að það er fyrsta mat náttúruvársérfæðinga á Veðurstofu Íslands. Á tímabilinu 14:16 til 14:38 mældust þrír skjálftar yfir þrír að stærð; 3,1, 3,4 og 3,5 auk þess sem fjölmargir minni skjálftar hafa mælst á þessum slóðum.

Í hádeginu, klukkan 12:34, var síðan skjálfti sem var 5 að stærð.  

Í dag, 14. mars, hafa mælst um 2000 jarðskjálftar sjálfvirkt en frá því jarðskjálftahrinan hófst fyrir 18 dögum hafa um 44 þúsund skjálftar mælst á Reykjanesi. Sá stærsti var 5,7 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir