Liam Taylor játaði nýlega fyrir dómi að hafa ráðist á Ailish Walsh, 28 ára unnustu sína, á hrottalegan hátt á heimili hennar í Hackney í Lundúnum, vitandi að hún var gekk með barn hans. Hann stakk Walsh 40 sinnum með skærum. Hún var gengin 22 vikur með barn þeirra.
Það var faðir hennar sem fann hana meðvitundarlausa inni á baðherbergi. Jakki, sem greiðslukort Taylor var í, hafði verið breiddur yfir hana. Hún lést síðan.
Við hlið hennar voru blóðug skæri og tvö handlóð.
Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið einstaklega hrottaleg og hafi Taylor vitað að Walsh var barnshafandi.
Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýna að Taylor, sem er 37 ára, gekk inn í fjölbýlishúsið, þar sem Wals bjó, klukkan 20.36 kvöldið sem hún var myrt. Hann yfirgaf það klukkan 21.14.
Fyrir dómi kom einnig fram að vinkona Walsh hefði hringt í hana skömmu áður en Taylor yfirgaf íbúð hennar og hafi þá heyrt öskur og slagsmál í bakgrunni. Hún hringdi vegna þess að Walsh hafði sent henni skilaboð um að hún væri að reyna að koma Taylor út úr íbúðinni því hann væri að neyta fíkniefna.
Blóðrannsókn leiddi í ljós að hann var undir áhrifum kannabis, kókaíns og áfengis þegar hann var handtekinn næsta dag.
Hann hefur áður hlotið dóma fyrir að hafa lamið móður sína með stöng og að hafa skallað systur sína þegar hún var 16 ára.
Hann játaði að hafa orðið Walsh að bana.
Dómur verður kveðinn upp 10. maí.