6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Jiménez höfuðkúpubrotnaði

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Raúl Jiménez, framherji Wolves, höfuðkúpubrotnaði í sigrinum á Arsenal, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel.

Jiménez meiddist illa og missti meðvitund þegar hann lenti í samstuði við David Luiz, varnarmann Arsenal, snemma leiks. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús í London þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Í tilkynningu frá Wolves kemur fram að Jiménez hafi höfuðkúpubrotnað en sé á góðum batavegi. Mexíkóinn verður undir eftirliti næstu daga meðan hann byrjar endurhæfingu.

Raul is comfortable following an operation last night, which he underwent in a London hospital.

He has our love and support as he begins a period of recovery.

We’re all with you, @Raul_Jimenez9.

— Wolves (@Wolves) November 30, 2020

Gera þurfti tíu mínútna hlé á leiknum á Emirates í gær meðan hugað var að Jiménez og Luiz. Sá síðarnefndi hélt leik áfram en var svo tekinn af velli í hálfleik.

Pedro Neto og Daniel Podance skoruðu mörk Wolves í leiknum í gær. Þetta var fyrsti sigur þeirra á Arsenal á útivelli síðan 1979. Með sigrinum komust Úlfarnir upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir