Joe Biden staðfestir framboð til Bandaríkjaforseta – DV

0
60

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur staðfest að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári.

Biden birti færslu á Twitter-síðu sinni klukkan 10 að íslenskum tíma þar sem hann lýsti þessu yfir. Segist Biden vilja klára það verkefni sem hann er byrjaður á og biður hann um fjögur ár í Hvíta húsinu til viðbótar.

Líkur eru á Biden og Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikana, berjist aftur um forsetastólinn líkt og þeir gerðu árið 2020. Þá hafði Biden naumlega betur með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps.

Á sama tíma tilkynnti Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, að hún ætlaði að sækjast aftur eftir varaforsetaembættinu.

Í umfjöllun Guardian er bent á að Biden bíði erfitt verkefni enda benda skoðanakannanir til þess að bandarískur almenningur vilji fá ferskt blóð í Hvíta húsið.

Í nýlegri könnun kváðust 26% Bandaríkjamanna vilja að Biden yrði áfram forseti en nái hann kjöri verður hann 86 ára árið 2028.

Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.

That’s why I’m running for reelection as President of the United States. Join us. Let’s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly

— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023