8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Jöfnuðu hótel Holi­day Inn við Was­hington DC við jörðu

Skyldulesning

Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn.

Stórt svæði var girt af umhverfis hótelið sem var sprengt klukkan átta að morgni.

Byggingin stóð við 1900 Fort Myer Drive, var átján hæða og bauð upp á útsýni yfir bandarísku höfuðborgina. Hótelið opnaði árið 1972.

Ekki stendur til að reisa annað hótel á reitnum heldur segir í bandarískum fjölmiðlum að þar muni rísa íbúða- og verslunarrými.

Sjá má myndband af sprengingunni að neðan.

Innlendar Fréttir