1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Jóhann Berg ætlar ekki að hætta með landsliðinu: „Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég“

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley ætlar ekki að hætta með landsliðinu þrátt fyrir þrálát meiðsli síðustu ár. Kantmaðurinn hefur misst mikið út vegna meiðsla.

Á deginum sínum er Jóhann Berg lykilmaður í liði Burnley og íslenska landsliðinu og hefur verið það síðustu ár.

„Maður hefur hugsað alls konar hluti, þegar maður er í svona meiðslum þá hugsar maður út í hvað maður geti gert. En eins og er hugsa ég ekki út í að hætta með landsliðinu,“ sagði Jóhann við Símann Sport um málið og Fótbolti.net fjallar um.

Jóhann er þrítugur og vonast til þess að landsliðið eigi nokkur góð ár eftir áður en allt er búið.

„Ég er bara þrítugur. Auðvitað hef ég verið mikið meiddur en ég þarf bara að komast í gegnum þetta. Við sem landslið eigum nokkur góð ár eftir og ég vil taka þátt í því. Líka núna þegar drátturinn er á næsta leyti þá vill maður taka þátt í því. Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég.“

Innlendar Fréttir