Jóhann Berg byrjaði í mjög svekkjandi jafntefli fyrir Burnley – DV

0
199

Burnley sem er komið upp í ensku úrvalsdeildina mætti Rotherham í næst efstu deild Englands í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley.

Burnley tók í tvígang forystuna í leiknum en heimamenn í Rotherham jöfnuðu í bæði skiptin.

Burnley komst í 1-2 á 81. mínútu leiksins með marki frá Manuel Benson en tveimur mínútum síðar var Jóhann Berg tekinn af velli.

Rotherham jafnaði skömmu síðar og tryggði Rotherham stigið en Burnley er á toppi deildarinnar með tíu stiga forskot á annað sætið.

Enski boltinn á 433 er í boði