5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Jóhann Berg náði merkilegum áfanga í gær – Sex Íslendingar hafa afrekað það sama

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Burnley hafði ekki enn sigrað leik í deildinni þegar þessi leikur hófst. Burnley byrjaði leikinn vel og strax á áttundu mínútu kom Chris Wood Burnley yfir. Leikar stóðu 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik hefði Jóhann Berg getað tvöfaldað forystuna en boltinn small í slánni. Hann var tekinn af velli á 67. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og fyrsti sigur Burnley í deildinni orðinn að veruleika. Leikurinn var sögulegur fyrir Jóhann sem var að spila sinn 100 leik í ensku úrvalsdeildinni.

100 | Johann Berg Gudmundsson makes his 100th Premier League appearance tonight. 👏 pic.twitter.com/h89yOCRArK

— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 23, 2020

Í leikjunum 100 hefur Jóhann komið að 24 mörkum, skorað 7 og lagt upp 17. Jóhann er á sínu fimmta tímabili hjá Burnley en hann hefur misst út stóran hluta vegna meiðsla.

Jóhann er sjötti Íslendingurinn sem afrekar það að spila 100 leiki eða meira í stærstu knattspynudeild í heimi. Hermann Hreiðarsson er með 332 leiki en Gylfi Þór Sigurðsson nálgast hann.

Íslendingar með yfir 100 leiki:


Hermann Hreiðarsson – 332 leikir


Gylfi Sigurðsson – 291 leikur


Eiður Smári Guðjohnsen – 211 leikir


Guðni Bergsson – 135 leikir


Grétar Rafn Steinsson – 126 leikir


Jóhann Berg Guðmundsson – 100 leikir

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir