6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Jóhann Berg ónotaður varamaður þegar City slátraði Burnley

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður þegar Burnley tapaði stórt gegn Manchester City á útivelli. Íslenski kantmaðurinn er að komast af stað eftir meiðsli en hann byrjaði síðasta leik þar sem liðið vann Crystal Palace.

Manchester City var með yfirburði á vellinum allan leikinn en Riyad Mahrez kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu. Mahrez bætti við öðru marki á 22 mínútu og Benjamin Mendy kom liðinu í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Ferran Torres kom City í 4-0 í síðari hálfleik áður en Riyad Mahrez skoraði þriðja mark sitt. Bailey Peacock-Farrell sem stóð í marki Burnley skoraði svo sjálfsmark.

Burnley situr í sautjánda sæti með fimm stig eftir níu leiki en Manchester City er í áttunda sæti með 15 stig.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir