6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Jóhann Berg um síðustu mánuði: „Þetta hefur verið hrikalega erfitt fyrir mig“

Skyldulesning

„Þetta hefur verið hrikalega erfitt fyrir mig,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley í samtali við heimasíðu félagsins. Kantmaðurinn knái hefur náð litlum takti síðustu mánuði vegna þráðlátra meiðsla.

Kantmaðurinn hefur reglulega meiðst lítilega síðustu mánuði og ekki náð að koma sér á flug. Hann vonast eftir því að öll erfiðisvinnan fari að skila sér.

„Þetta er erfitt þegar þetta eru smávægileg meiðsli hér og þar, þú kemur til baka en meiðist aftur. Þetta er erfitt. Þegar þú meiðist alvarlega þá veistu bara að þetta eru fimm eða sex mánuðir.“

Getty Images

Jóhann segir það taka á en hann hafi lagt sig allan fram við að ná fullri heilsu. „Ég hef byrjað en þurft að stoppa aftur, þú verður að lifa með því og leggja mikið á þig í líkamsræktarsalnum. Æfa vel og reyna að vera eins klár og hægt er.“

„Ég er þessa stundina að reyna að venja líkamann við þessu álagi, að nálgast það að spila 90 mínútur hverja helgi. Það er sú vinna sem ég er í.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir