10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Jóhann furðar sig á gífurlegum mismun á arði útgerðarfyrirtækja og veiðigjöldum

Skyldulesning

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því hversu mikinn arð eigendur útgerðarfyrirtækja fá þegar mun minni tekjur af þjóðarauðlindinni skilar sér í ríkiskassann. Jóhann segir frá þessu í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar fréttaflutnings um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi.

Kaupverðið er 20 milljarðar króna en skuldir Vísis eru um 11 milljarðar og nema viðskiptin því alls um 31 milljarði króna. Síldarvinnslan greiðir fyrir hlutaféð með reiðufé en einnig með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Samkvæmt tilkynningunni verður Pétur Hafsteinn Pálsson áfram framkvæmdastjóri Vísis.

Með kaupunum færist þorskkvóti yfir til Síldarvinnslunnar en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og flokksbróðir Jóhanns, gagnrýndi það einmit fyrr í dag.

Sjá einnig: Dagur segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eins og sena úr Verbúðinni – „Á þetta bara að vera svona?“

Í færslu Jóhanns gagnrýnir hann útgerðarfyritæki landsins meira í heild sinni en hann bendir á að árið 2020 fengu eigendur þeirra fjórum sinni meiri arð af nýtingu sjávarauðlindarinnar heldur en skilaði sér til almennings í formi veiðigjalda.

„Þessi óréttláta skipting auðlindarentunnar stafar af því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hunsar kröfuna um virka þjóðareign auðlinda og viðheldur kerfi þar sem fiskveiðiheimildum er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna sem raka til sín æ stærri hlutdeild kvótans sem gengur svo milli kynslóða eins og hjá aðalsfólki í Jane Austen-bók,“ segir Jóhann í færslunni.

Jóhann segir að þessi samþjöppun auðs magnist enn frekar upp þegar skattkerfið „hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað venjulegs launafólks.“

„Við höfum ekki efni á þessu auðmannadekri,“ segir hann. „Stórútgerðirnar geta greitt miklu meira í sameiginlega sjóði án þess að rekstrargrundvelli þeirra sé raskað. Næg eru sameiginlegu verkefnin sem þarf að fjármagna og nægar eru brotalamirnar í almannaþjónustu og velferðarkerfinu sem þarf að laga. Hysjum upp um okkur buxurnar.“

Með færslunni birtir Jóhann súlurit til útskýringar en það má sjá hér fyrir neðan:

Skjáskot/Facebook

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir