1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Jóhann Hjálmarsson er látinn

Skyldulesning

Jóhann Hjálmarsson, skáld og bókmenntagagnrýnandi, er látinn, 81 árs að aldri. Sonur hans, Þorri Jóhannsson skáld, tilkynnti um andlát hans á Facebook í kvöld.

Jóhann Hjálmarsson var fæddur 2. júlí 1939 í Reykjavík. Hann starfaði lengi sem póstfulltrúi og útibússtjóri hjá Póst- og símamálastofnun. Hann var árum saman ötull og vandaður bókmenntagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, einn sá þekktasti í þeirri stétt.

Jóhann var viðurkennt ljóðskáld sem sendi frá sér fjölda ljóðabóka. Einfaldur og opinn ritstíll þar sem blæbrigði hversdagsleikans nutu sín voru meðal einkenna á skáldskap hans. Ljóðabók Jóhanns, Hljóðleikar, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2003. Jóhann var einnig afkastamikill ljóðaþýðandi.

DV sendir vinum og ættingjum Jóhanns Hjálmasonar innilegar samúðarkveðjur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir