7 C
Grindavik
2. mars, 2021

John Snorri kominn í grunnbúðir K2

Skyldulesning

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í 4900 metra hæð í grunnbúðum K2. Þarna ætlar John Snorri að hafa bækistöðvar næstu mánuðina á meðan þeir feta sig upp fjallið.

„Það er bæði vindur og ískalt, tuttugu gráðu frost,“ segir John Snorri á Facebook-síðu sinni í gær.

K2 er næsthæsta fjall í heimi eftir Everestfjalli. Það er 8.611 metrar að hæð og er í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans.

„Við erum að setja upp búðirnar okkar hvar við munum dvelja næstu mánuðina. Öllum líður vel og eftir tvo daga munum við hafa aðlagast hæðinni,“ segir John Snorri.

Hann segist glaður og spenntur fyrir ferðinni sem fram undan er.

„Ég tilheyri öflugum hópi sem ég hlakka til að vinna með.“

John Snorri stefnir á að skrá sig í metabækurnar með því að sigrast á K2 að vetrarlagi fyrstur manna. Hann hefur áður toppað fjallið að sumri til. Tilraun hans til að komast á toppinn að vetrarlagi í ársbyrjun tókst ekki.

Innlendar Fréttir