8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Johnstone bjargaði stigi gegn City

Skyldulesning

Ederson tókst ekki að koma í veg fyrir mark WBA …

Ederson tókst ekki að koma í veg fyrir mark WBA í kvöld.

AFP

Sam Johnstone átti stórleik á milli stanganna hjá WBA þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Etihad-völlinn í Manchester í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Johnstone stóð vaktina vel í markinu og bjargaði nokkum sinnum meistaralega.

Ilkay Gündogan kom City yfir strax á 30. mínútu en Rúben Dias, miðvörður City, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 43. mínútu og þar við sat.

City er ísjötta sæti deildarinnar með 20 stig eftir fyrstu tólf leiki sína, 5 stigum minna en topplið Liverpool og Tottenham.

WBA er með 7 stig í nítjánda og næst neðsta sætinu, 2 stigum frá öruggu sæti.

Innlendar Fréttir