4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Jökull varði mark Exeter City í stórsigri – Daníel Leó spilaði í tapi Blackpool

Skyldulesning

Jökull Andrésson, stóð vaktina í marki Exeter City í 6-1 sigri á Colchester United í ensku D-deildinni í kvöld. Jökull er á lánssamningi hjá Exeter frá enska B-deildar liðinu Reading.

Matt Jay kom Exeter yfir með marki á 20. mínútu. Það var síðan Joel Randall sem tvöfaldaði forystu Exeter með marki á 53. mínútu.

Ryan Bowman bætti við þriðja marki Exeter á 57. mínútu og hann var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði fjórða mark liðsins.

Michael Folivi minnkaði muninn fyrir Colchester á 73. mínútu en á 90. mínútu fullkomnaði Ryan Bowman, þrennu sína og kom Exeter í stöðuna 5-1.

Það var síðan Matt Jay sem innsiglaði 6-1 sigur Exeter City með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Exeter er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 14 leiki. Þetta gæti hafa verið seinasti leikur Jökuls fyrir liðið en óvíst er hvort lánssamningurinn sem var neyðarlán, verði framlengdur.

Í ensku C-deildinni var Daníel Leó Grétarsson á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Blackpool sem tapaði 3-2 fyrir Doncaster á útivelli.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Blackpool. Jerry Yates, kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu og CJ Hamilton tvöfaldaði forystu liðsins með marki á 38. mínútu.

Heimamenn í Doncaster mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Cameron John minnkaði muninn fyrir liðið með marki á 48. mínútu og Reece James jafnaði leikinn með marki á 52. mínútu.

Það var síðan Benjamin Whiteman sem fullkomnaði endurkomu Doncaster og tryggði þeim sigur með marki á 76. mínútu.

Blackpool er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 13 leiki. Daníel hefur gengið vel að aðlagast aðstæðum hjá Blackpool eftir félagsskipti sín þangað frá norska liðinu Álasund. Hann er orðinn fastamaður í byrjunarliði liðsins.

Enska D-deildin:


Exeter City 6 – 1 Colchester United 


1-0 Matt Jay (’20)


2-0 Joel Randall (’53)


3-0 Ryan Bowman (’57)


4-0 Ryan Bowman (’71)


4-1 Michael Folivi (’73)


5-1 Ryan Bowman (’90)


6-1 Matt Jay (’90+6)

Enska C-deildin:


Doncaster 3 – 2 Blackpool 


0-1 Jerry Yates (’10)


0-2 CJ Hamilton (’38)


1-2 Cameron John (’48)


2-2 Reece James (’52)


3-2 Benjamin Whiteman (’76)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir