December 04 05:20 2012 by fg
Nú þegar aðventan er gengin í garð er ekki laust við að menn hlakki til jólanna. Það er eins með skipverja hér um borð . Þó er einn sem iðar í skinninu eftir jólunum að eftir því er tekið. Hann hefur manna helst hvatt til þess að skreytt yrði og er óragur við að gera sér dælt við skreytingarnar og finna jólaandann líða inn í hugann. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri og ekki er annað að sjá en að fölskvalaus gleði skíni úr augum Ólafs Byrons Kristjánssonar vélstjóra…