Eins og í öllum betri blöðum er að sjálfsögðu jólagetraun í Mjölni. Getraunin er aðsend að þessu sinni og er hún um heimferðatíma skipsins fyrir jól.  Rétt svör berist á ritstjórn sem fyrst. En snúum okkur að getrauninni.
Hvenær verðum við í landi fyrir jól?

Yfirmennirnir segja að við verðum á hádegi á Þorláksmessu en útgerðarmaðurinn að morgni 22 des. Síðan hafa heyrst raddir um að við verðum ekki fyrr en á hádegi á aðfangadag.

Hvað verður leiðir tíminn í ljós. Einhver verðlaun verða veitt fyrir rétt svar sem verða afhent er ritstjóri kemur endurnærður á sál og líkama úr fríi í febrúar….