7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Jólakvöldinu í Ólafsfirði aflýst

Skyldulesning

Ekkert Jólakvöld verður í ár.

Ekkert Jólakvöld verður í ár.

Ljósmynd/Fjallabyggð

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa árlegu Jólakvöldi í Ólafsfirði. Kvöldið átti að fara fram 4. desember nk., en ljóst er að ekkert verður af því. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum Jólakvöldsins. 

Í tilkynningunni segir að gera megi ráð fyrir áframhaldandi takmörkunum sökum kórónuveiru og því verði erfitt að halda kvöldið. Tveggja metra regla og tíu manna samkomubann geri hátíðina afar erfiða í framkvæmd. 

Í tilkynningunni segir þó að Jólakvöldið verði haldið að ári liðnu. Þá verði kvöldið jafnvel enn glæsilegra en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir í ár. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir