7 C
Grindavik
2. mars, 2021

Jólatrén keypt á Lækjartorgi

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 17.12.2020
| 19:58

Auglýsingin endar eftir sekúndur.

Í dag var byrjað að selja jólatré á Lækjartorgi í fyrsta skipti en það er Skógræktarfélag Reykjavíkur sem stendur að verkefninu í samstarfi við borgina. Búið er að setja upp aðstöðu í gróðurhúsinu á torginu þar sem verður jólastemning alla daga fram að jólum.

Hugmyndin er að auðvelda íbúum miðborgarinnar aðgengi að jólatrjásölu og að setja skemmtilegan brag á borgina. Jólatré, tröpputré og greinabúnt verða til sölu og opið verður alla virka daga frá 16-20 og helgina 19.- 20. des verður hægt að versla jólatré frá 14-18.

Innlendar Fréttir