4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Jólin verða ánægjuleg

Skyldulesning

„Jólin verða ánægjuleg en tímabilið er ekki búið,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 7:0-stórsigur sinna manna gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum verður Liverpool á toppnum á jóladag en Englandsmeistararnir hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru með 31 stig, sex stigum meira en Tottenham í öðru sæti sem á þó leik til góða.

„Í dag small þetta saman hjá okkur, strákarnir eru færir um að spila svona þó það gerist ekki í hverri viku. Þeir mega vera stoltir af þessari frammistöðu,“ sagði Klopp ennfremur í viðtalinu sem má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Innlendar Fréttir