4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Jón Axel allt í öllu í mikilvægum sigri

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson var allt í öllu þegar lið hans, Fraport Skyliners, vann góðan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Fraport vann nokkuð öruggan sigur á medi Bayeruth, 104-86.

Jón Axel endaði leikinn sem stigahæsti maður vallarins með 25 stig en að auki gaf hann átta stoðsendingar og tók tvö fráköst.

Jón skoraði úr sex af átta þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum en hann spilaði mest allra leikmanna, rúma 31 mínútu.

Innlendar Fréttir