7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Jón Axel með níu stig í tapi

Skyldulesning

Körfubolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Jón Axel í leik með Fraport.
Jón Axel í leik með Fraport.
vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson og félagar í Fraport Skyliners töpuðu með fjórtán stiga mun í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þeir fengu þá Riesen Ludwigsburg í heimsókn og tóku gestirnir snemma frumkvæðið. Fór að lokum svo að Ludwigsburg vann öruggan sigur, 80-94.

Jón Axel spilaði 38 mínútur. Hann skoraði níu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Fraport Skyliners aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en eru þó ekki á meðal neðstu liða þar sem fjögur lið eru enn án sigurs. Alls leika átján lið í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir