Jón Daði Böðvarsson kom inn á í liði Millwall og bjargaði stigi með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli við Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni í kvöld. Leikið var á The Den, heimavelli Millwall.
Queens Park Rangers komst yfir á 53. mínútu þegar að Ilias Chair skoraði fyrsta mark leiksins.
Jón Daði kom inn á 64. mínútu og sjö mínútum síðar var hann búinn að jafna leikinn fyrir Millwall. Jed Wallace átti stoðsendinguna að markinu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Millwall er eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Queens Park Rangers situr í 18. sæti með 18 stig.
Millwall 1 – 1 Queens Park Rangers
0-1 Ilias Chair (’53)
1-1 Jón Daði Böðvarsson (’71)