-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Jón Daði kom inn á sem varamaður í tapi

Skyldulesning

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Millwall, kom inn á sem varamaður í 0-1 tapi gegn Derby County í ensku 1. deildinni í dag.

Jason Knight skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu.

Jón Daði kom inn á í liði Millwall á 76. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Millwall er eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 16 leiki.

Leiðinlegt atvik átti sér stað fyrir leik þegar að leikmenn Millwall og Derby County fóru niður á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra, byrjaði ákveðinn hluti stuðningsmanna á vellinum að baula á þá.

Innlendar Fréttir