5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Jón Daði og félagar upp um þrjú sæti

Skyldulesning

Fótbolti


Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Jón Daði í leik með Millwall gegn Preston North End.
Jón Daði í leik með Millwall gegn Preston North End.
Julian Finney/Getty Images

Millwall vann í dag góðan 1-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough. Sigurinn lyftir liðinu upp úr þrettánda sæti, upp í það tíunda.

Eina mark leiksins koma á 31. mínútu, en þá varð varnarmaðurinn Grant Hall fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall, en hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.

Þetta var heldur dýrt tap fyrir lið Middlesbrough, en þeir sitja í áttunda sæti deildarinnar þegar átta leikir eru eftir, sex stigum á eftir umspilssæti.

Millwall er fjórum stigum á eftir Middlesbrough og stuðningsmenn þeirra halda enn í veika von um umspil.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir