2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Jón Daði: Vildi að það væru fleiri leikir eftir

Skyldulesning

Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið vann 3-1 sigur á Accrington Stanley á heimavelli í ensku C-deildinni í dag.

Selfyssingurinn kom inn af bekknum í stöðunni 1-1 og kom Bolton yfir með sinni fyrstu snertingu þremur mínútum síðar. Hann bætti svo við öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Bolton einni mínútu fyrir leikslok.

Mér líður frábærlega. Ég vildi að það væru fleiri leikir eftir af tímabilinu. Við værum þá nær umspilssætunum,“ sagði Jón Daði í viðtali eftir leik.

Ég er fullur sjálfstrausts eins og ég sagði áður og að skora tvö mörk í dag og hjálpa liðinu – það er ekki hægt að óska sér mikið meira en það.“

Bolton er í 10. sæti deildarinnar með 67 stig þegar tvær umferðir eru eftir en ljóst er að liðið fer ekki upp um deild á þessari leiktíð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir