4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Jón Dagur með tvennu þegar AGF komst á toppinn

Skyldulesning

AGF tók á móti AaB í 13. umferð í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og spilaði fyrstu 74. mínúturnar.

Heimamenn sigruðu leikinn með þremur mörkum gegn engu. Fyrsta mark leiksins skoraði Gift Links á 16. mínútu. Næst var komið að Jóni Degi Þorsteinssyni sem skoraði eitt mark á 26. mínútu og annað á 34. mínútu.

Eftir leikinn er AGF í efsta sætinu með 24 stig og AaB er í sjöunda sæti með 19. stig.

Midtjylland og Brøndby eru einnig með 24 stig. Brøndby leikur gegn Horsens klukkan 19:00.

AGF 3 – 0 AaB


1-0 Gift Links (16′)


2-0 Jón Dagur Þorsteinsson (26′)


3-0 Jón Dagur Þorsteinsson (34′)

Innlendar Fréttir