9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Jón Dagur skoraði í dramatískri endurkomu – Fjórir Íslendingar komu við sögu í leiknum

Skyldulesning

Sonderjyske tók á móti AGF í efstu deild Danmerkur í dag. Þetta var fyrsti leikur deildarinnar eftir vetrarfrí.

Atli Barkarson og Kristófer Ingi Kristinsson voru í byrjunarliði heimamanna. Sá fyrrnefndi var að leika sinn fyrsta leik í deildinni. Hjá AGF byrjaði Jón Dagur Þorsteinsson. Mikael Anderson kom svo inn á sem varamaður þegar rúmur hálftími lifði leiks.

Heimamenn komust í 2-0 á fyrsta stundarfjórðungi leiksins með mörkum frá Peter Christiansen og Stefan Gartenmann. Patrick Mortensen minnkaði muninn fyrir AGF þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks.

Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði svo leikinn fyrir AGF á 59. mínútu. Í uppbótartíma var Mortensen svo aftur á ferðinni með sigurmark gestanna. Lokatölur 2-3. Frábær endurkoma gestanna frá Árósum staðreynd.

AGF er í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig. Sonderjyske er í ellefta og næstneðsta sæti með 10 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir