7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Jón Guðni hafði betur í Íslendingaslag – Hólmar Örn skoraði

Skyldulesning

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Brann og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborgar, voru báðir í byrjunarliðum liða sinna og spiluðu allan leikinn þegar Brann vann 2-3 sigur á Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hólmar Örn skoraði seinna mark Rosenborgar.

Robert Taylor kom Brann yfir með marki á 22. mínútu.

Einni mínútu síðar tvöfaldaði Daouda Bamba, forystu Brann.

Það var síðan Sander Svendsen skoraði þriðja mark Brann með marki á 47. mínútu.

Leikmenn Rosenborg komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik.

Kristoffer Zachariassen minnkaði muninn fyrir Rosenborg með marki á 81. mínútu.

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði síðan annað mark liðsins á 90. mínútu. Nær komust leikmenn Rosenborg þó ekki.

Rosenborg hefur gengið afleitlega á tímabilinu og liðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ætlast er til þess að liðið berjist um titilinn á hverju einasta tímabili.

Brann er sem stendur í 11. sæti deildarinnar.

Rosenborg 2 – 3 Brann 


0-1 Robert Taylor (’22)


0-2 Daouda Bamba (’23)


0-3 Sander Svendsen (’47)


1-3 Kristoffer Zahariassen (’81)


2-3 Hólmar Örn Eyjólfsson (’90)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir