9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Jón Rúnar uppljóstrar um hlut sem fréttamaður BBC bannaði honum að segja í viðtali

Skyldulesning

Jón Rúnar Halldórsson fyrrm formaður knattspyrnudeildar FH er í mjög áhugaverðu viðtali við Begga Ólafs í þættinum 24/7.

Jón Rúnar uppljóstar í þættinum um hlut sem fréttamaður BBC bannaði honum að segja í viðtali. Jón var þá í viðtali í Moskvu í Rússlandi árið 2018 þar sem íslenska landsliðið tók þátt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

„Þegar eitthvað smellur saman en þú getur ekki alveg útskýrt það, vegna þess að það munar svo ofboðslega litlu hvoru megin hryggjar þú lendir. Ég vildi nú oft meina það að okkar frábæra landslið sem náði hæstu hæðum hafi haft þetta,“ segir Jón í viðtalinu.

Jón segir svo frá viðtalinu við BBC þar sem hann vildi líkja íslenska landsliðinu við hina mögnuðu hljómsveit, Bítlanna.

„Það voru einhverjir á Íslandi töldu að Ísland hefði fundið upp fótboltann þegar þetta var. Mér var nú bannað að segja það í viðtali hjá BBC, ég held að ég hafi aldrei kjaftað frá þessu áður. Þá var spyrjandinn að undirbúa, þetta var í Moskvu. Ég lenti í þessu viðtali vegna forfalla annars, ég vildi ekki taka undir það að við værum leiðandi á knattpsyrnusviðinu. Hann bannaði mér að segja þetta.“

Hann líkti svo landsliðinu við Bítlanna og sagði. „Þetta var eins og með Bítlana, hver og einn þeirra var ekki besti músíkantinn á Englandi en þegar þeir náður saman þá hljómaði þetta yndislega. Þarna í landsliðinu fékkstu karaktera, ekkert bestu fótboltamenn í heimi og það vissu það allir. Saman voru þeir eitthvað allt annað, þetta býrðu ekki til. Þetta þarftu að láta vaxa, þú gerir þetta ekki á einum degi. Þetta þarf að ná að vaxa saman.

„Það þarf að vera samhljómur, það þarf að stilla þetta. Við getum ekki borið okkur saman við svaka flott lið eins og Liveprool eða City. Þar eru menn snillingar í að gera þetta, hafi umhverfi til að láta þetta gerast. Hér heima eru það klókindi þjálfara og þeirra sem standa með.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir