7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Jón Þór: Fyrri hálf­leikurinn var ekki boð­legur

Skyldulesning

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins.
VÍSIR/VILHELM

Ísland vann góðan 3-1 útisigur á Slóvakíu í undankeppni EM sem fram fer sumarið 2022 í Englandi. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins.

Jón Þór ræddi við RÚV að leik loknum og sjá má viðtalið við þjálfara íslenska liðsins í heild sinni á íþróttavef RÚV.

„Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. Við vitum það auðvitað sjálfar að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við þessu liði, hvað varðar allt,“ sagði Jón Þór að leik loknum.

Ísland var 1-0 undir í hálfleik og liðið ljósárum frá sínu besta. Annað var upp á teningnum í síðari hálfleik og fór það svo að Ísland vann 3-1 sigur.

„Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en það var í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði þjálfarinn um síðari hálfleik liðsins.

„Það sem ég tek jákvætt út úr þessum leik er þessi endurkoma. Hvernig við komum til baka inn í þennan leik og ná að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór að endingu.

Ísland mætir Ungverjalandi ytra í lokaleik undankeppninnar. Sigur þar gæti tryggt Íslandi þátttöku á lokamóti EM.


Tengdar fréttir


Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt.


Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir