7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Jón Þór: „Við kláruðum þennan leik frábærlega“

Skyldulesning

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum ánægður eftir 1-3 endurkomusigur liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að íslenska liðið á ennþá góða möguleika á sæti í lokakeppni EM.

„Ég er hæst ánægður með sigurinn og stigin þrjú. En við vitum það að fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur. Hann var sá lélegasti held ég síðan ég tók við,“ sagði landsliðsþjálfarinn í viðtali eftir leik.

Hann hrósar spilamennsku liðsins í seinni hálfleik sem og karakter liðsins.

„Seinni hálfleikurinn var vel spilaður og bara þvílíkur karakter í þessu liði. Munurinn, baráttan og spilið var allt annað í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við kláruðum þennan leik frábærlega sem er þvílíkur karaktersigur,“ sagði Jón Þór

Endurkoma liðsins í leiknum heillaði landsliðsþjálfarann.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er þessi endurkoma, hvernig við komum til baka í þennan leik og náum að snúa þessu svona rækilega við,“ sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari eftir leik.

Næsti leikur liðsins er við Ungverjaland þann 1. desember.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir