8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Jón Viggó ráðinn fram­kvæmda­stjóri SORPU

Skyldulesning

Stjórn SORPU bs. hefur ákveðið að ráða Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmdastjóra. Jón Viggó tekur við starfinu á fyrsta degi nýs árs af Helga Þór Ingasyni, sem var tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri SORPU í febrúar. Jón Viggó var valinn úr hópi 32 umsækjenda.

Jón Viggó er véla- og rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg og kláraði meistaragráðu í faginu árið 2000. Hann starfaði hjá EJS á árunum 2000-2009, fyrst sem ráðgjafi á hugbúnaðarsviði en síðar sem framkvæmdastjóri sölusviðs og framkvæmdastjóri launasviðs. Hann var forstjóri fyrirtækisins frá 2006-2008.

Jón Viggó var stofnandi Thor Data Center og starfaði þar sem framkvæmdastjóri frá 2008-2011. Hann var forstöðumaður upplýsingatæknireksturs RB frá 2012 til 2014 en fór svo til CCP þar sem hann var til ársins 2019. Þar tók hann þátt í mótun stefnu á upplýsingatæknirekstri og öryggismálum CCP en frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri Shared Services hjá fyrirtækinu.

Jón Viggó er núna deildarstjóri á skrifstofu framkvæmdastjóra SORPU þar sem hann ber ábyrgð á starfsemi skrifstofu framkvæmdastjóra sem gegnir lykilhlutverki í umbreytingu SORPU í tækni- og þekkingarfyrirtæki.

Haft er eftir Jóni Viggó í tilkynningu frá SORPU að hann hlakki til að takast á við komandi verkefni og „gera SORPU enn betri“. Umbreytingu sé þarfnast hjá fyrirtækinu næstu misseri og ár til að ná því markmiði að hætta að urða úrgang og bæta flokkun á upprunastað.

Birni H. Halldórssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra SORPU var sagt upp í febrúar. Björn hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar líkt og greint var frá í sumar.


Tengdar fréttir


Alls sóttu 32 um stöðu framkvæmdastjóra Sorpu sem nýverið var auglýst laust til umsóknar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir