8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Jóni Degi fórnað í tapi AGF

Skyldulesning

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tók á móti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Nordsjælland.

Jón Dagur fékk þó ekki nægan tíma til þess að sína knattspyrnusnilli sína í kvöld. Á 6. mínútu leiksins fékk Bubacarr Sanneh, leikmaður AGF að líta rauða spjaldið. David Jean Nielsen, þjálfari AGF tók þá ákvörðun að fjölga varnarmönnum liðsins í kjölfarið og skipti því Jóni Degi af velli. Varnarmaðurinn Jesper Juelsgaard kom inn í stað Jóns Dags.

Það var Ulrik Jenssen sem skoraði eina mark leiksins fyrir Nordsjælland á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Ibrahim Sadiq.

AGF tapaði þar með mikilvægum stigum í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 33 stig,  sex stigum á eftir toppliði Midtjylland.

AGF 0 – 1 Nordsjælland 


0-1 Ulrik Jenssen (’13)

Innlendar Fréttir