Mögulega er fæðingarorlof Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leik-og söngkonu farið að lengjast í annan endann, því hún virðist hafa nægan tíma til að versla fleiri skipulagsbox inn á heimilið.
Um daginn birtum við fyndið myndband frá henni þar sem skipulagið varð henni ofviða og hún hóaði í unnustann, Júlí Heiðar Halldórsson, leikara og söngvara, sér til aðstoðar.
Sjá einnig: Boxskipulagið varð Dísu Reykjavíkurdóttur ofviða – „Endaði bara eins og kaosið sem líf mitt er“
Í nýjasta myndbandinu birtir Dísa myndband af Júlí þar sem hann kemur heim og er eins og margur heimilismaður á heimleið beðinn um að koma við á pósthúsinu og sækja sendingu, margar í þessu tilviki. Júlí er með fullt fangið þegar hann kemur heim.
„Hvað er þetta? Þau eru í alvöru farin að þekkja mig þarna. Hver kemur og sýnir sex QR kóða, oft í viku! Hvaða drasl er þetta eiginlega?“ andvarpar Júlí. „Sko ef ég fer í bakinu við þetta þá borgar þú sjúkraþjálfarann,“ segir hann pirraður.
„Við þurfum örugglega að fara að hitta einhvern ráðgjafa held ég,“ segir hann og hlær svo þegar Dísa botnar með „fjármálaráðgjafa.“
@thordisbjork Ok leave a comment ef þið viljið sjá myndbandið þegar hann fattar að þetta eru fleiri ✨skipulags box✨ 🥰🥰 @Júlí Heiðar #fyp #fyrirþig #islenskt #fyrirþigsíða #islensktiktok #jullifrændi ♬ Monkeyshine-JP – Lt FitzGibbons Men „Ok leave a comment ef þið viljið sjá myndbandið þegar hann fattar að þetta eru fleiri skipulags box,“ skrifar Dísa með myndbandinu.