Júllinn upp aftur…
Nú er Júlíus Geirmundsson kominn aftur í slippinn en þá verður öxull, skrúfa og stýri sett á sinn stað og skipið því laust við tappann góða. Ef allt gengur vel ætti skipið að komast á veiðar fljótlega eftir helgi en skipið hefur verið frá veiðum síðan 28 janúar sl. Það er ekki laust við að menn vilji fara að komast á sjó og afla tekna…
Þessa mynd tók Jón B Oddsson nú í morgunsárið og sendi okkur
Nánari fréttir verða sagðar þegar þær berast…