7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Juventus horfir til Manchester

Skyldulesning

Donny van de Beek hefur ekki átt fast sæti í …

Donny van de Beek hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði United á tímabilinu.

AFP

Knattspyrnumaðurinn Donny van de Beek gæti verið á förum frá Manchester United næsta sumar en það er ítalski miðillinn CalcioMercato sem greinir frá þessu.

Van de Beek hefur ekki átt fast sæti í liði United síðan hann kom til félagsins frá Ajax í sumar en enska félagið borgaði 35 milljónir punda fyrir miðjumanninn sem er 23 ára gamall.

CalcioMercato segir að Andrea Pirlo og Juventus vilji fá hollenska leikmanninn til liðs við sig en van de Beek á ennþá eftir að byrja sinn fyrsta deildarleik fyrir United.

Þrátt fyrir það hefur van de Beek staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri í byrjunarliðinu og hann hefur skorað tvö mörk fyrir félagið í deildabikarnum og úrvalsdeildinni.

Van de Beek er verðmetinn á 40 milljónir evra en hann á að baki 15 landsleiki fyrir Holland þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir