7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Juventus sagt vilja leikmann Arsenal ef De Ligt fer

Skyldulesning

Matthijs de Ligt er á förum frá Juventus í sumar en bæði Chelsea og Bayern Munchen hafa sýnt honum mikinn áhuga.

Talið er líklegast að De Ligt endi hjá Bayern en liðið kom seint inn í kapphlaupið og er að hafa betur.

Samkvæmt Football Italia horfir Juventus nú til Englands í von um að finna arftaka miðvarðarins.

Miðillinn segir að Gabriel hjá Arsenal sé efstur á óskalistanum en hann kom til félagsins frá Lille árið 2020.

Gabriel er samningsbundinn til 2020 og hefur heillað með frammistöðu sinni í ensku úrvalsdeildinni.

Kalidou Koulibaly og Gleison Bremer voru á óskalista Juventus en þeir munu ekki ganga í raðir félagsins og horfa annað.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir